Gisting á staðlotum
Staðlotur eru kærkomin tilbreyting fyrir nemendur og frábært tækifæri til samstarfs og skemmtunar.
Auk gistingar á nemendagörðum háskólans, býðst nemendum gisting á Hótel Bifröst, Hótel Hraunsnefni og Hótel Varmalandi. Þá má sækja gistingu til Borgarness auk þess sem nokkur fjöldi sumarbústaða er í útleigu allan ársins hring í nágrenni Borgarness og Bifrastar.
Allar nánari upplýsingar fyrir staðlotur grunn- og meistaranema eru á Uglu Háskólans á Bifröst.
Meistaranemum býðst að gista sér að kostnaðarlausu á nemendagörðum eða á hótelum í grennd háskólans, svo framarlega sem þeir gisti 2 saman í herbergi. Nánari upplýsingar um gistingu meistaranema á staðlotum má nálgast á Uglu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta