Menningarstarfsemi er veigamikill þáttur í íslensku samfélagi og skilar verulegum efnahagslegum, félagslegum og andlegum verðmætum. Rannsóknasetur í menningarstjórnun er helgað rannsóknum á áhrifum og skilyrðum menningarstarfsemi út frá sjónarhornum menningarstjórnunar, menningarhagfræði og menningarstefnu.
Þörf er á margvíslegum rannsóknum á sviðum sem tengjast listgreinum og öðrum sviðum menningar til að varpa ljósi á og auka skilning á hlutverki þeirra í samfélaginu. Hluti af þeirri viðleitni er meistaranám í menningarstjórnun sem hefur verið í boði við Háskólann á Bifröst síðan 2004.
Rannsóknarsetur í menningarfræðum, síðar menningarstjórnun, var stofnað 25. janúar 2007 af Háskólanum á Bifröst, Íslensku óperunni og Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Í yfirlýsingu stofnaðila kemur fram að rannsóknir setursins skulu taka mið af íslenskum og erlendum aðstæðum og niðurstöður rannsókna birtar á aðgengilegan hátt og vera grundvöllur umræðu um menningarmál í íslensku samfélagi.
Á þessari vefsíðu eru upplýsingar og lesefni sem varða setrið og tengd svið. Vefsíðunni er einkum ætlað að koma háskólanemendum að gagni við heimildaöflun og öðru áhugafólki um menningarmál.
Umsjónarmenn eru:
![]() |