Opið nám

Stök námskeið á háskólastigi

Háskólinn á Bifröst býður upp á svokallað opið nám á háskólastigi þar sem hægt er að skrá sig í stök námskeið bæði á grunn- og meistarastigi. Námskeiðin eru í fjarnámi og eru í viðskiptadeild og félagsvísinda- og lagadeild. Flest námskeiðinin eru 6 ECTS einingar og hægt er að nýta einingarnar í frekara háskólanámi.

Opið nám á grunn- og meistarastigi

Inntökuskilyrði í námskeið í grunnnámi er stúdentspróf eða sambærilegt próf eins og úr háskólagátt Háskólans á Bifröst eða frumgreinadeildum. Boðið er upp á stök námskeið úr viðskiptafræði og HHS sem stendur fyrir heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Inntökuskilyrði í opið nám á meistarastigi er grunngráða á háskólastigi sem að jafnaði hefur verið lokið með 7,25 í einkunn eða jafngildi þess.

Fjarnám

Háskólinn á Bifröst hefur áralanga reynslu í háskólakennslu í fjarnámi bæði í grunnnámi og í meistaranámi. Skipulag fjarnámsins og öflugur fjarnámsbúnaður gerir nemendum kleift að stunda fjarnám hvar sem er. Fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt nemendum á fjarnámsvef háskólans og nemendur geta þannig skipulagt tíma sinn eins og þeim hentar best. Hægt er að hlusta á fyrirlestra bæði í gegnum netið eða hlaða þeim niður og hlusta t.d. í snjalltæki. Í hverju námskeiði er vinnuhelgi þar sem nemendur hittast ásamt kennara á Bifröst. Staðlotur eru mikilvægur þáttur í fjarnáminu á Bifröst. Þær eru notaðar til fyrirlestra, verkefnavinnu og samskiptaþjálfunar. Mikil áhersla er lögð á að nemendur hagi skipulagi sínu þannig að þeir geti mætt á staðlotur og tekið fullan þátt í kynningum, gagnrýnni umræðu og öðru sem fram fer. Nemendur fá gistingu á staðnum en öll aðstaða og aðbúnaður er þar til fyrirmyndar.   

Námsgjöld

Gjöld vegna opins náms við Háskólann á Bifröst eru þau sömu og í öðru námi við skólann. Nánari upplýsingar um skólagjöld má finna hér.    

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta