Menningarfræði

Í námskeiðinu er sjónum beint að menningarpólitískum hugmyndum og kenningum sem skipta máli til að öðlast skilning á mörgum þeirra krafta sem eru að verki í samfélagi samtímans. Beitt er þverfræðilegri nálgun í námskeiðinu og einblínt verður á hugsuði sem hafa stundað róttæka þjóðfélags- og menningarrýni og hafa velt fyrir sér sumum af helstu álitaefnum nútímans. Má þar nefna alþjóðavæðingu og stöðu lýðræðis og efnahagskerfis sem og hugtökum eins og valdi, forræði og stétt.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja öðlast aukinn skilning á þeim kröftum og hugmyndum sem eru að verki í samfélagi samtímans.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Það fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í félagsvísindadeild og viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 4. janúar 2022 og stendur til 18. febrúar 2022 Vinnustofa á Bifröst verður helgina 20.-23. janúar. Skilaverkefni gilda 60% af námsmati og munnlegt lokapróf 40%.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir dósent við Háskólann á Bifröst. Sigrún er doktor í menningarfélagsfræði frá Háskólanum í Exeter og MA í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur stundað rannsóknir á sviði menningarfræða, menningarstjórnunar, félagsfræði listgreina, kynjafræði og fjölbreytileika í stjórnun (diversity management).

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM