Innra eftirlit og regluvarsla

Innra eftirlit og regluvarsla

Stjórnendur bera síaukna ábyrgð á upplýsingagjöf fyrirtækja út á við; til hluthafa og annarra haghafa jafnt sem opinberra eftirlitsaðila og út á fjármálamarkað. Með aukinni ábyrgð stjórnenda eykst krafan um gæði upplýsinga og reglufylgni innan fyrirtækis. Regluvarsla og innra eftirlit færist því í vöxt innan stærri jafnt sem smærri fyrirtækja og sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn og menntun þarf til að sinna því hlutverki.

Í þessari námslínu öðlast nemendur þekkingu á grundvallar aðferðafræði lögfræðinnar auk þess sem fjallað er um hlutverk regluvarða og starfsemi innra eftirlits. Þá felur námsleiðin í sér ítarlega yfirferð yfir lögfræði fjármálamarkaðar, bæði stofnanaumhverfi hans og verðbréfamarkaðsrétt.

Námslínan hentar fyrir þau sem starfa í íslensku atvinnulífi á sviði regluvörslu og innra eftirlits beint eða óbeint eða hafa áhuga á slíkum störfum.

Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.

  • Aðgangsviðmið

    Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu (bakkalár), sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) eða jafngildi þess.

    Umsækjendur sem hafa grunngráðu í lögfræði þurfa ekki að taka Inngang að lögfræði til þess að skrá sig í þetta örnám.

  • Hæfnis- og lærdómsviðmið

    Nemandi hafi öðlast þjálfun í fræðilegum og hagnýtum þáttum sem snúa að úrlausn lögfræðilegra álitaefna í tengslum við sjálfbærni. Þekki og skilji alla helstu þætti er viðkoma sjálfbærni fyrir fyrirtæki, stofnanir eða þriðja aðila á lagaeglum grundvelli.

     Nemandi öðlast getu og hæfni til þess að afla og greina viðeigandi gögn og heimildir og rökstyðja lögfræðilega niðurstöðu. Auk þess að geta rökrætt og tjáð sig um lagaleg úrlausnarefni á faglegan máta ásamt því að að geta tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær á lögfræðilegum grunni.

  • Námsmat

    Áhersla er á verkefnadrifið námsmat þar sem nemendur vinna m.a. raunhæf verkefni, spurningakannanir, ritgerðir og munnlegt eða skrifleg próf auk þess að taka þátt í umræðum.

  • Að námi loknu

    Nemandi sem lýkur námsleið í örnámi fær staðfestingu á námslokum með upplýsingum um fjölda ECTS eininga. Hann fær einnig námsferilsyfirlit með upplýsingum um skipulagningu örnámsins.

    Námskeið í örnámi leiða ekki að prófgráðu.

    Nemandi sem lýkur stökum námskeiðum í örnámi til ECTS eininga, en ekki fullri námsleið fær námsferilsyfirlit yfir lokin námskeið.

    Nemandi sem lýkur ekki ECTS einingum fær ekki staðfestingu á námslokum, en þeir geta fengið staðfestingu á skráningu.

    Einingum sem lokið er í þessari námslínu geta nýst til MBL gráðu í viðskiptalögfræði að teknu tilliti til reglna háskólans um mat á fyrra námi.

Innra eftirlit og regluvarsla

Hvað er örnám?