Gæðastjórnun og vottanir

Gæðastjórnun og vottanir

Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir við gæðastjórnun sem geta nýst í fyrirtækjum sem stefna á vottun og um helstu atriði undirbúnings fyrir vottun og kröfur til vottunarstofa. Rýnt verður í aðferðir sem hafa reynst vel í rekstri gæðastjórnunarkerfa.

Rætt verður líka um túlkanir á kröfum staðla fyrir mismunandi fyrirtæki og atvinnugreinar og um tengsl vottana og árangurs. Þátttakendur kynnast sögu gæðastjórnunar og læra helstu hugtök gæðastjórnunarkerfa og vottunarferlis. Þeir kynnast ólíkum tegundum gæðakerfa og vottana og munu geta borið þær saman og metið hvaða leiðir henta ólíkum fyrirtækjum og atvinnugreinum. Þátttakendur munu fá hagnýnar leiðbeiningar um undirbúning og uppyggingu á gæðastjórnunarkerfi. Þeir munu læra að greina ferla og setja upp verklagsreglur og önnur gæðaskjöl. Þeir munu geta stillt upp stöðumati og metið niðurstöðu þess. Þeir munu fá innsýn í innri og ytri úttektir. Rýnt verður í aðferðir og undirbúning fyrirtækja og vottunaraðila við gæðavottanir.

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið nýtist stjórnendum, gæðastjórum og þeim sem vinna að gæðamálum fyrirtækja og stofnana. Það nýtist til dæmis þeim sem vinna að innleiðingu gæðakerfa, jafnlaunakerfa og grænna skrefa. 

Þátttökugjald er 156.000 kr 

Þátttakendur hafa val um að taka námskeiðið til eininga og veitir það þá 6 ECTS eininga. Aðgangsviðmið fyrir þá sem taka námskeiðið til eininga eru að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Ekki eru aðgangsvmiðið fyrir þá sem kjósa að taka námskeiðið ekki til eininga, og þeir skila ekki verkefnum. 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. mars 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst fimmtudaginn 16. mars. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Einar Svansson og Sigurður Harðarsson.  

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið, ætlir þú að taka námskeiðið til eininga. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.