Áhættustjórnun: Stjórnarhættir og áhættustýring
Í þessu námskeiði verður litið til áhættumats, ákvarðana og aðgerða vegna hugsanlegrar hættu sem veikt getur stofnanir, fyrirtæki, samfélög og/ eða kerfi til skamms eða langs tíma. Áhætta getur tengst hamförum í byggð af völdum náttúrafla eða af völdum manna t.d. vegna átaka eða tæknislysa.
Sérstök áskorun er fólgin í því að meta hina kerfislægu áhættu sem fylgir aukinni alþjóðavæðingu og upplýsingamiðlun. Slík áhætta getur leitt til áfalla sem virða ekki landamæri (e. transboundary crises), líkt og hins vestræna fjármálahruns 2008 og Covid-19, kórónaveirufaraldurins. Slík áhætta krefst samheldni samfélaga og þátttöku og samvinnu ríkisstjórna, forystumanna atvinnulífs, vísindamanna og félagasamtaka.
Lögð verður áhersla á að setja áhættu í félagslegt-, efnahagslegt-, pólitískt- og menningarlegt samhengi.
Dæmi um áhættumat fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka verða tekin fyrir.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra hina ýmsu þætti áhættustjórnunar.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu. Kennsla hefst 18. ágúst 2025 og stendur til 27. september 2025. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 11. - 14. september, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. september - 4. október.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.