Þjónustuhönnun: Frá innsýn til aðgerða Fjarnám
Endurmenntun

Þjónustuhönnun: Frá innsýn til aðgerða

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2026
79.900 kr
20. febrúar - 13. mars
4 vikna námskeið
Ingibjörg Kristinsdóttir

Þjónustuhönnun: Frá innsýn til aðgerða

Lýsing:

Upplifun viðskiptavinarins er einn mikilvægasti þátturinn í árangri og samkeppnishæfni hvers fyrirtækis. Traust og sterk viðskiptasambönd skipta meiri máli en nokkru sinni fyrr.

Á þessu námskeiði lærir þú hvers vegna og hvernig þú getur skapað raunverulegt virði fyrir viðskiptavini með aðferðum þjónustuhönnunar.

Á námskeiðinu blöndum við saman fræðum og hagnýtum verkefnum þar sem þú lærir aðferðir til að vinna markvisst með fókus á viðskiptavininn til að bæta og þróa þjónustur.

Þetta þjónustuhönnunarnámskeið kennir þér að finna réttu vandamálin, skilja þarfir notenda og móta lausnir sem eru bæði skýrar, áhrifaríkar og auðveldar í notkun.

Í fjórum hnitmiðuðum lotum færð þú aðferðir, sniðmát og hagnýta reynslu sem gerir þér kleift að beita þjónustuhönnun strax í þínu teymi.

Sjá kennsluskrá hér. 

Markmið:

Markmiðið er að kenna þér að beita þjónustuhönnun til setja markmið fyrir þjónustuna, greina réttu vandamálin, móta skýra sýn á þarfir og væntingar viðskiptavina og þróa lausnir sem bæta upplifun bæði viðskiptavina og starfsfólks.

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar öllum sem vilja læra meira um Þjónustuhönnun og hvernig við vinnum með viðskiptavininn í fókus til að skila betri upplifun viðskiptavina, auka skilvirkni og ná markmiðum fyrirtækisins.

Aðilar sem sinna vöru-, viðskipta- eða þjónustuþróun, stafrænni umbreytingu, stefnumótun, þarfagreiningu, vörustjórar, verkefnastjórar, markaðsfólk, forstöðufólk þjónustu.

Kennt er á föstudögum frá kl. 13:00 - 16:00.

Frá 20. febrúar -13. mars, 4 vikna námskeið. 

Kennari námskeiðisins er Ingibjörg Kristinsdóttir, ráðgjafi og þjónustuhönnuður. 

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2026 

Námskeiðið kostar 79.900 kr. 

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2026. 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.