Sigurður Breiðfjörð og samtíð hans
Endurmenntun

Sigurður Breiðfjörð og samtíð hans

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar
49.900 kr
19. febrúar - 19. mars
5 vikna námskeið
Óttar Guðmundsson

Sigurður Breiðfjörð og samtíð hans

Lýsing:  

Sigurður Breiðfjörð var eitt þekktasta og afkastamesta skáld 19. aldar. Hann lenti í útistöðum Jónas Hallgrímsson sem urðu þeim báðum afdrifarík. Fjallað verður um þessa skáldbræður auk annarra skálda þessa tímabils.

Markmið:

Bókmenntasaga aldarinnar er skoðuð með augum geðlæknis þar sem áhersla er lögð á persónuleika og geðhöfn helstu persónanna. Dvalist verður við drykkjuskap Jónasar og Sigurðar sem reyndist þeim báðum afdrifaríkur

Sjá Kennsluskrá hér. 

Fyrirkomulag:

Fimmtudagar á teams 19. febrúar - 12. mars frá kl 19:00 - 20:30. 

Fundur í Kríunesi 19. mars frá 13-16. Fjöldi klst: 9 klst.

Námskeiðið er skipt niður í fjóra fyrirlestra og einn umræðufund í lokin. 

Fyrirlestur 1. 
Sigurður Breiðfjörð, æskuæárin við Breiðafjörð, fyrri Kaupmannahafnarferðin, Ísafjörður, Reykjavík, Vestmannaeyjar, fyrra hjónaband skáldsins, rímur og tækifærisskáldskapur. Auk þess verður rætt lauslega um önnur skáld, rímurnar, saga þeirra og vinsældir. Tóndæmi gefin. 

Fyrirlestur 2. 
Snæfellsnes, Skáleyjarmál, seinni Kaupmannahafnarferðin, Grænland, heimferð, seinna hjónaband skáldsins, málaferli, Reykjavík, dauði skáldsins og karðarför. Númarímur, bók Sigurðar um Grænland. Bjarni Thorarensen. Hjálmar Jónsson. Tóndæmi úr Númarímum. 

 

Fyrirlestur 3
Jónas Hallgrímsson og aðrir Fjölnismenn. Ritdómur Jónasar um rímur Sigurðar. Árásir Fjölnis á Sigurð og svör Sigurðar. Áhrif deilna Jónasar og Sigurðar á þá og umhverfi þeirra. Tóndæmi varðandi kveðskap Jónasar. Dauði Jónasar. 

 

Fyrirlestur 4
Nítjánda öldin og bókmenntirnar. Rímurnar, rómantíska stefnan. Afhverju snerist Jónas gegn ríumunum? Hvaða lærdóm má draga af þessum viðskiptum skáldanna? Örlög rímnanna. Frægð Jónasar og jarðarförin fræga á Þingvöllum. 

Fundur á Hótel Kríunesi með þátttakendum þar sem efnið er rætt með tóndæmum. 

Kennari námskeiðisins er Óttar Guðmundsson 

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar

Verð: 49.900 kr 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.