Orkumálaréttur Fjarnám
Endurmenntun

Orkumálaréttur

6 ECTS einingar á meistarastigi

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar
75.000 kr.
23. febrúar - 17. apríl
7 vikna námskeið
Hanna Björg Konráðsdóttir

Orkumálaréttur

Í námskeiðinu verður fjallað um stjórnskipulega stöðu auðlinda og almenn sjónarmið um eignarráð yfir auðlindum og takmarkanir á þeim, forræði ríkja yfir auðlindum sínum og eignarhald, og rétt þjóða til að njóta auðlinda sinna. Fjallað verður um auðlindir á landi, í jörðu og í hafi. Farið ferður yfir lagaumhverfi nýtingar á auðlindum og áhrif EES samningsins á íslenskan auðlindarétt. Rætt verður um markaðsumhverfi auðlindamála og áhrif umhverfis- og skipulagsstefnu á orkunýtingu á Íslandi. 

Sjá kennsluskrá hér. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, aðgangsviðmið og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka skilning sinn á lagaumhverfi vegna nýntinga á auðlindum

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda staðlotu á Hvanneyri/Borgarnesi. Kennsla 23. febrúar og stendur til 17. apríl 2026. Staðlota á Hvanneyri/Borgarnesi verður á tímabilinu 26. – 29. mars 2026. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13. – 17 apríl 2026.

Sjá dagskrá skólaársins hér. 

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.     

Kennari

Kennari námskeiðsins er Hanna Björg Konráðsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2026.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.