Græn stjórnsýsla
6 ECTS einingar á grunnnámsstigi
75.000 kr.
7 vikna námskeið
Bergsveinn Þórsson
Græn stjórnsýsla
Aðgerðir í umhverfismálum eru aðkallandi og hið opinbera hefur lykilhlutverki að gegna á þeim vettvangi hvort sem um ræðir innan stjórnsýslu ríkis og/eða sveitarfélaga. Í þessu námskeiði munu nemendur öðlast þekkingu á skipulagi og stefnumörkun hins opinbera þegar það kemur að loftlagsmálum, náttúruvernd og nýtingu, sjálfbærri þróun og markmiðum um kolefnahlutlaust Ísland.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið hentar þeim sem vilja dýpka skilning sinn á hugtökum á borð við sjálfbæra þróun eða hringrásarhagkerfi - og hvernig stefna hins opinbera í umhverfismálum er mótuð.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 18. ágúst og stendur yfir til 4. október 2025. Námsmat fer fram dagana 28. september - 4. október. Staðlota er í Borgarfirði dagana 4. - 7. september 2025.
Kennarar
Kennari námskeiðsins er Bergsveinn Þórsson, dósent við Háskólann á Bifröst. Sérsvið Bergsveins eru umhverfishugvísindi, loftslagsmiðlun og aðgerðir, sjálfbærni og sjálfbær þróun, framtíðarfræði, safnafræði, menningarstofnanir og menningar- og náttúruarfur.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2024.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst