Breytingaskeið kvenna - Ný vísindi um orku, seiglu og jafnvægi á miðjum aldri
Endurmenntun

Breytingaskeið kvenna - Ný vísindi um orku, seiglu og jafnvægi á miðjum aldri

Áhersla er lögð á að þekking verði að lífsreynslu

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2026
69.900 kr
4. mars - 15. apríl
6 vikna námskeið
Jóna Rut Guðmundsdóttir

Breytingaskeið kvenna - Ný vísindi um orku, seiglu og jafnvægi á miðjum aldri

Námskeið fyrir konur á miðjum aldri sem vilja skilja betur þá djúpu umbreytingu sem á sér stað í líkama, huga og taugakerfi á miðjum aldri – og læra að nýta hana sem kraft til styrks, jafnvægis og endurheimtar.

 

Þegar estrógen og prógesterón fara lækkandi breytist boðkerfi líkamans – sú fínstillta samskiptaflétta sem stýrir efnaskiptum, orku, svefni, blóðsykri, taugaboðum, minni og skapi. Hormónabreytingarnar hafa því áhrif á líkamann, heilann og hegðun – og móta hvernig við upplifum okkur sjálfar á þessu skeiði lífsins.

 

Margar konur finna fyrir því að líkaminn bregst öðruvísi en áður – að orkan, úthald og einbeiting eru ekki þau sömu. Við sjáum:

  • minni insúlínnæmi og breytta blóðsykursstjórnun,
  • lækkandi vöðvamassa og hægari brennslu,
  • aukna fitusöfnun og orkuleysi,
  • svefntruflanir og aukna streituviðkvæmni,
  • skerta einbeitingu og heilaþoku,
  • og tilfinningalegt ójafnvægi eða breytta sjálfsmynd.

Þetta eru ekki veikleikar – heldur merki um að líkaminn sé að stilla sig inn á nýtt jafnvægi. Með markvissum aðferðum sem byggja á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum í lífeðlisfræði, sálfræði og taugavísindum er hægt að hafa djúpstæð áhrif á hvernig hann aðlagast.

 

Í námskeiðinu er sameinuð vísindaleg sýn og hagnýt aðferðafræði sem hjálpar konum að skilja og stýra eigin boðkerfi.

Við tengjum saman lífeðlisfræði, taugakerfi, næringu, hreyfingu og hugarfar til að byggja upp orku, seiglu og jafnvægi – og læra að lesa merki líkamans á nýjan hátt.

Við skoðum mismunandi stig breytingaskeiðsins – forbreytingaskeið, breytingaskeið og tímabilið eftir það – og hvernig næring, hreyfing, svefn og endurheimt þurfa að aðlagast hverju skeiði.

Allt byggir námskeiðið á boðkerfisnálgun, þeirri vísindalegu sýn að líkaminn sé lifandi samtal milli heilans, hormóna og fruma.

Breytingaskeiðið er þannig endurupphaf, tækifæri til að efla seiglu, styrkja sjálfsmynd og skapa nýja stefnu í lífinu.

Sjá kennsluskrá hér. 

Kennt er á miðvikudögum frá kl. 17:00 - 19:00 (ekki er kennt 1. apríl)

Frá 4. mars-15. apríl, 6 vikna námskeið. 

Kennari námskeiðisins er Jóna Rut Guðmundsdóttir, ráðgjafi og meðferðaraðili. 

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2026 

Námskeiðið kostar 69.900 kr. 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.