Handbók nemenda
Mikilvægt er að nemendur séu vel upplýstir um réttindi sín og skyldur þegar þeir hefja nám við Háskólann á Bifröst. Því eru nemendur hvattir til að kynna sér hvernig þeir geta haft áhrif á stefnu skólans í gegnum nefndir og ráð.
Handbók nemenda má finna mikilvægar upplýsingar um reglugerð Háskólans á Bifröst, réttindi og skyldur nemenda, reglur um nám og kennslu, prófareglur og siðareglur.
Þá er einnig að finna upplýsingar um stjórnsýslu Háskólans á Bifröst og hvernig nemendur eru virkir þátttakendur í öllu starfi hans. Nemendur geta meðal annars haft áhrif í gegnum deildarráð, háskólaráð og fulltrúaráð.