Þriðja æviskeiðið með augum jákvæðrar sálfræði

Grænn og laufskrúðugur skógur

Námskeið fyrir fólk á aldrinum 55+ sem vill kynnast verkfærum jákvæðrar sálfræði og nota þau til að efla forvitni, lífsþrótt og sjá sjálft sig í nýju ljósi.

Þetta námskeið er byggt á vinsælu námskeiði sem kennt er við Yale-háskóla, The Science of Well-Being. Við ætlum að prófa þessi verkfæri á eigin skinni og skapa saman öruggt og hvetjandi umhverfi þar sem hver og einn getur dregið fram sína styrkleika og þroskast á eigin forsendum.

Markmið námskeiðsins 

Að fá sem mest út úr þessu lífsskeiði – með því að:

  • staldra við og taka eftir því sem gengur vel
  • rækta þakklæti og seiglu
  • takast á við það sem er krefjandi af meiri skilningi og styrk

Viðfangsefni námskeiðsins

Við skoðum meðal annars:

  • hugarfar og viðhorf til breytinga
  • persónulega styrkleika og hvernig þeir nýtast á nýjum kafla
  • seiglu og sjálfsumhyggju
  • mikilvægi góðverka og tengsla
  • tilgang, sátt og merkingu á seinni hluta ævinnar
  • hvernig félagsleg tengsl og sjálfsmynd þróast með aldri

Við skoðum það nýjasta úr jákvæðri sálfræði og rannsóknum um þriðja æviskeiðið.

Kennari námskeiðisins er Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagssálfræði.

Námstímabil

Dagsetningar: Föstudagar kl. 13-15 á Teams.

Frá 13. febrúar til 27. mars (7 hóptímar). Fyrsti og síðasti tíminn eru lengri – 3 klst. frá kl. 13:00 - 16:00.

Hægt að kaupa markþjálfatíma fyrir og eftir námskeiðið hjá Hrefnu

Fjöldi klst: 16 klst.

Umsóknarfrestur er til 8. febrúar. 

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.