Stjórnun stafrænna miðla

Stjórnun stafrænna miðla

Helstu þættir sem snúa að stýringu markaðsmála á samfélagsmiðlum og horft til þátta eins og greiningar markhópa, stjórnun herferða, val á miðlum, notkun myndbanda og gerð áætlunar í notkun samfélagsmiðla.
Fyrirtæki og stofnanir nýta sér samfélagsmiðla í töluvert í markaðsstarfi. Miðlarnir eru margir og ólíkir eins og fyrirtækin sjálf. Fólk sem stýrir markaðsmálum fyrirtækja og stofnana þarf að kunna að feta sig í heimi samfélagsmiðla og velja miðla sem henta þeirra starfsemi og markmiði.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Fyrir þá sem vilja geta gert grein fyrir helstu tækjum og tólum til að stjórna samfélagsmiðlum, greint á milli geiginleika helstu samfélagsmiðla og útskýrt helstu atriði við áætlunargerð fyrir stjórnun samfélagsmiðla.

Þátttökugjald er 75.000 kr. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda staðlotu á Hvanneyri/Borgarnesi. Kennsla hefst 5. janúar og stendur til 20. febrúar 2026. Staðlota á Hvanneyri/Borgarnesi verður á tímabilinu 22. – 25. janúar. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 16. – 20. Febrúar 2026.

Kennari

Kennarar námskeiðsins er Atli Björgvinsson stundakennari. 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.