Loftslagsréttur

Loftslagsréttur

Ein helsta áskorun nútímans snýr að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerta nær öll svið mannlífsins þ.m.t. orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hefur mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggir á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Þess utan hefur gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim. Slík mál hafa það að markmiði að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr losun og bregðast með víðtækari hætti við loftslagsvánni. Vegna hnattræns eðlis loftslagsbreytinga hafa ákvarðanir sem teknar eru af alþjóðastofnunum, alþjóðlegum stórfyrirtækjum, erlendum ríkjum og öðrum stórum aðilum mikla þýðingu fyrir loftslagsmál hérlendis sem og á aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum.

Í loftslagsrétti er fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis. Greindir eru fjölmargir þættir innlends regluverks auk þess sem íslenskar réttarreglur um loftslagsmál eru settar í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur m.a. Parísarsamninginn og gerðir ESB á sviði loftslags- og orkumála sem hafa verið teknar upp í EES-samningnum. Þá er farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað erum stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna sér lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis meðal annars.

Þátttökugjald er 75.000 kr.

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 5. janúar og stendur yfir til 20. febrúar Námsmat fer fram dagana 16. - 20. febrúar. Ein staðlota er dagana 29.janúar - 1.febrúar. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Ingi B. Poulsen

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 30. desember 2025

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.