Lestur og greining ársreikninga

Lestur og greining ársreikninga

Námskeiðið snýst um að útskýra í einföldu og stuttu máli hvað ársreikningar fyrirtækja eru, hvernig þeir eru uppbyggðir og hvaða upplýsingar þeir geyma. Gerð er greining á rekstri og fjárhag fyrirtækja með fjárhagskennitölum. Tekin verða raundæmi úr ársreikningum íslenskra félaga og hvað þessir reikningar segja okkur og ekki síst hvað þeir segja okkur ekki.  

Á námskeiðinu verða grunnhugtök og forsendur ársreikninga kynnt. Uppbygging á ársreikningi er skoðuð og hvernig hún myndar eina heild, þ.e. efnahagsreikningur, rekstrarreikningur, sjóðsstreymi, áritun endurskoðenda og skýrsla stjórnar. 

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á ársreikningum en teja sig skorta fjármálabakgrunn en vilja læra að lesa og skilja ársreikninga.  Einnig fyrir þá þá sem vilja geta greint helstu stærðir í ársreikningum og fengið hagnýta yfirferð til að vera virkari þátttakendur í umræðum um uppgjör skipulagsheilda t.d. á aðalfundum þ.m.t. þeir sem eru nú þegar í rekstri en vilja taka virkari þátt í fjármálahluta rekstrarins. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti: 

  • Lesið ársreikning og að gera sér grein fyrir stöðu félags og árangri í rekstri 
  • Borið saman félög og greint hvenær félög eru ekki sambærileg. 
  • Geti gert sjálfstætt mat á ársreikningum, kunni að lesa þá og skýra innihald þeirra.  
  • Geti reiknað helstu kennitölur og fjárhagsupplýsingar. 
  • Geti túlkað og lagt mat á innihald ársreiknings hvað varðar rekstur og efnahag. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, fyrirkomulag og umsóknir

Þátttökugjald er 29.900 kr 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi og fer fram á Teams. Kennt er í tvö skipti, dagana 11. og 13. nóvember frá kl. 17:00-19:00

Kennari

Kennari námskeiðsins er Jón Snorri Snorrason, prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 6. nóvember 2025. 

Allar nánari upplýsingar og skráning eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.