Hnattvæðing og hið borgaralega samfélag

Hnattvæðing og hið borgaralega samfélag - kennt á ensku

Námskeiðið varpar ljósi á flókin tengsl milli hnattvæðingar og samfélagsþróunar, einkum hvað varðar hnattvæðingarferlið sjálft og málefni flóttamanna á heimsvísu. Flóttamannakrísan svokallaða náði hámarki á árunum 2015-16 og varð til þess að ýta undir aukinn popúlisma og hægrisveiflu í stjórnmálum, sem þrýsti á aukna umræðu um öryggi í pólitískri stefnumótun í Evrópu og víðar. Á sama tíma hvatti sú umræða til staðbundinna grasrótarviðbragða, samanber Ísland og Grikklandseyjar. Skoðuð verða raundæmi á borð við Brexit, uppgang Vox á Spáni, aukinn Trumpisma og viðbrögð Miðjarðarhafsþjóða við vaxandi flóttamannastraumi. Nemendur munu kynnast hinu margbreytilega eðli pólitísks landslags nútímans og öðlast þannig dýpri skilning á því hvaða áhrif aukin hnattvæðing hefur haft á stjórnkerfi, samfélagsviðmið og þróun grasrótahreyfinga. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum verðmæta innsýn í flækjustig og dýnamík stjórnmálahreyfinga í nútímasamfélögum og þær áskoranir og tækifæri sem þær bjóða upp á.

This course offers a comprehensive examination of the intricate relationship between globalization and civil society with respect to the complex phenomenon of migration. The crisis which peaked in 2015-16 bolstered populism and triggered the securitization of migration policies in Europe and beyond. At the same time, it fostered norms-based grassroots reactions as witnessed in Iceland and the Greek Isles. Through detailed analyses of case studies which include Brexit, the emergence of Vox in Spain, the rise of Trumpism and Mediterranean responses to migration, students will explore the multifaceted nature of contemporary socio-political landscapes. By dissecting these phenomena, they will gain a nuanced understanding of the transformative impact of global interconnectedness on governance structures, societal norms, and grassroots mobilizations, providing valuable insights into the complexities of modern socio-political dynamics and the challenges and opportunities they present.

Sjá kennsluskrá hér.

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar:

Námskeiðið hentar þeim sem vilja tileinka sér þjálfun í gagnrýninni hugsun til að greina og ræða flókin þjóðfélags- og stjórnmálafyrirbæri.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Dr. George Kalpadakis er virtur grískur sagnfræðingur sem gegnir stöðu aðalrannsakanda við Akademíuna í Aþenu. Kalpadakis hefur komið víða við og m.a. starfað sem gestaprófessor við Háskólann í Cambridge, Harvard-háskóla og Vínarháskóla.

Auk rannsóknarstarfa og kennslu við stjórnmálafræði- og lagadeildir grískra háskóla, starfar Kalpadakis sem sérstakur ráðgjafi innan Sameinuðu þjóðanna um lýðræðislegt og réttlátt alþjóðlegt skipulag. Hann hefur jafnframt gegnt ráðgjafastöðum fyrir grísku ríkisstjórnina, Evrópuráðið og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Sérsvið Kalpadakis nær yfir átakalausnir, svæðasamvinnu, stofnanauppbyggingu og reglusetningar í stjórnsýslu. Kalpadakis hefur gefið út nokkrar fræðibækur og fjölda greina.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. október 2025.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.