Auðlinda- og umhverfishagfræði

Auðlinda- og umhverfishagfræði

Námskeiðið fjallar um grunnatriði í auðlinda- og umhverfishagfræði. Rætt verður um samspil hagkerfis og umhverfis, efnahagslegt gildi umhverfis og helstu aðferðir við að mæla umhverfisgæði. Auðlindanýting, eignaréttur og klassísk viðfangsefni tengd „harmleik almenninga“ verða einnig til umfjöllunar í námskeiðinu. Hugtakið sjálfbær þróun verður kynnt til leiks, rætt um nýtingu endurnýjanlegra og óendurnýjanlegra náttúruauðlinda og um hæfi markaðins til að tryggja sem hagkvæmustu nýtingu auðlinda. Einnig verður fjallað um gagnrýni á grunnkenningar hagfræðinnar og nýjar nálganir eins og hringrásarhagkerfi, deilihagkerfi og kleinuhringjahagkerfi sem leiðir til að taka á þeim vanda sem sífellt aukin neysla leiðir af sér. Lögð verður áhersla á að setja efnið í samhengi við opinbera stefnumörkun sem og sýna hvernig skilningur á helstu þáttum auðlinda- og umhverfishagfræði getur gagnast við samfélagslega ábyrgan rekstur fyrirtækja.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka hæfni sína í að nýta sér þekkingu og skilning á auðlinda- og umhverfishagfræði við stefnumörkun og rekstur.

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögra stunda staðlotu í Borgarnesi. Kennsla hefst 6. janúar 2025 og stendur til 14. febrúar. Staðlota verður haldin á tímabilinu 23.-26. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-21. febrúar 2025.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.

Kennari

Kennari námskeiðsins er David Cook

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2025.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.