Samvinnustarf í nútíð og framtíð
Háskólanum á Bifröst, laugardaginn 29. október, kl. 13:00 - 17:00
Samband íslenskra samvinnufélaga, Háskólinn á Bifröst og Hollvinasamtök háskólans á Bifröst halda í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá stofnun sambandsins ráðstefnuna Samvinnustarf í nútið og framtíð. Ráðstefnan er tileinkuð minningu Jóns Sigurðssonar (1946-2021). Ráðstefnustjóri er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst. Þátttaka er ráðstefnugestum að kostnaðarlausu, en þátttakendur eru þó vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér. Dagskrá ráðstefnunnar (prentvæn útgáfa)