Haustmálstofa ráðgjafanefndar gæðaráðs íslenskra háskóla

Stuðlað að fjölgun brautskráninga

Enhancing Student Retention in Higher Education eða „Aukin námsviðheldni í háskólanámi“ er yfirskrift opinnar málstofu um hvernig styðja megi við viðleitni nemenda til brautskráningar. Fræðimaðurinn Dimitrios Vlachopoulos kynnir áhugaverða nálgun í þessum efnum sem hefur verið nefnd retention á ensku og íslenska mætti sem „námsviðheldni“.

Fyrirsögn málstofunnar vísar þannig til aðgerða sem geta stuðlað að hlutfallslegri fjölgun brautskráðra nemenda. Þá verður einnig fjallað um mikilvægi þess að námslínur feli í sér hvata sem hvetji nemendur til að ljúka námi. 

Málstofan verður fimmtudaginn 26. október nk. Hún hefst kl. 14:00 og er ráðgert að málstofan standi í klukkustund eða til kl. 15:00.

Málstofan mun fara fram á ensku. Kynnar eru Vaka Óttarsdóttir, Háskólanum á Akureyri og Lydía Geirsdóttir, Háskólanum á Bifröst.

Fyrri ráðstefnan af tveimur

Málstofur Ráðgjafanefndar gæðaráðs íslenskra háskóla eru opnar öllu áhugafólki um gæði háskólamenntunar. Nefndin stefnir jafnframt að því að halda tvær málstofur á þessu kennsluári. Til þess að tryggja sem best aðgengi að málstofnunum verða þær haldnar sem vefstofur eða webinars á Teams. Í ráðgjafanefndinni eru gæðastjórar háskólanna ásamt og forseta og gæðastjóra LÍS.

Nálgast má nánari upplýsingar um Ráðgjafanefnd gæðaráðs íslenskra háskóla með því að smella hér

Kynning á fyrirlesara

Dimitrios Vlachopoulos has worked as a faculty member in 18 universities in the Netherlands, the UK, the USA, Spain, and Cyprus, mainly conducting research in education sciences and teaching in post-graduate and doctorate programs in the field of pedagogy and business administration. He is a committed lifelong learner with a PhD in distance education and instructional technology and six MA degrees in education and social sciences. His research focuses on new and emerging pedagogies, instructional design, research methodology, digital transformation of education, teachers’ training, and quality assurance. He is a Senior Fellow of the Higher Education Academy(SFHEA) and Fellow of the Royal Society of Arts (FRSA). He has more than 100 publications in peer-reviewed journals, books, and international conferences and has participated in more than 20 EU projects related to education and Excurrent, he is Associate Professor and Director of e-masters at Rotterdam School of Management, Erasmus University.
Dimitrios Vlachopoulos

Enhancing Student Retention in Higher Education

Vefstofa á Teams (webinar)
26. október, kl. 14:00-15:00
Meeting ID: 348 292 231 60
Passcode: bw6Whn