Sölustjórnun
6 ECTS einingar á grunnnámsstigi
75.000 kr.
7 vikna námskeið
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
Sölustjórnun
Sölustjórnun er mikilvæg hverju fyrirtæki því endurtekin sala á vöru og þjónustu er grundvöllur allra fyrirtækja sér í lagi í verslun og þjónustu. Í námskeiðinu verður farið yfir faglega sölustjórnun og hvernig það hjálpar að skapa virði fyrir viðskiptavini sem byggir undir langtímasamband við þá. Námskeiðið sýnir hvernig á að þróa söluferli og hvernig ætti að hlúa að og stjórna söluteymi. Farið verður yfir lykilmálefni sölustjórnunar eins og sálfræði sölu, neytendahegðun og mikilvægi samskipta í sölu. Þá verður einnig fjallað um lykilatriði árangursríkrar samningatækni.
Með lestri, verkefnum, æfingum og fyrirlestrum munu nemendur afla sér þekkingar og þróa færni sína á sviði sölustjórnunar og samningatækni. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýta hluti svo að nemendur fái tækifæri til að tileinka sér faglega sölumennsku og samningatækni.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á faglegri samningatækni.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og hefst kennsla 5. janúar og stendur til 20. febrúar.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 5. janúar
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
