Opinber stjórnsýsla - skjalastjórnun og rafræn stjórnsýsla Fjarnám
Endurmenntun

Opinber stjórnsýsla II - skjalastjórnun og rafræn stjórnsýsla

6 ECTS einingar á grunnnámsstigi

Umsóknarfrestur er til 30. desember
75.000 kr.
5. janúar - 20. febrúar
14 vikna námskeið
Ragna Kemp Haraldsdóttir

Opinber stjórnsýsla II - skjalastjórnun og rafræn stjórnsýsla

Þessu námskeiði er ætlað að auka færni nemenda í upplýsinga- og skjalastjórn, öðru nafni upplýsingastjórnun (e. information management), sem og rafrænni og stafrænni stjórnsýslu innan opinberrar stjórnsýslu. Helstu hugtök og aðferðir við upplýsingastjórn verða kynntar til sögunnar. Nemendur fá þjálfun í grundvallaratriðum í upplýsinga- og skjalastjórn, einkum hvað snýr að kerfisbundinni skráningu gagna óháð formi. Þá verður fjallað um hlutverk Þjóðskjalasafns, stefnu stjórnvalda um stafræna stjórnsýslu og helstu lög og reglur er varða upplýsinga- og skjalastjórn sem og varanlega varðveislu opinberra gagna. Einnig verður lögð áhersla á skipulag og framsetningu skjala og skráa í gæðakerfum, samspil upplýsinga- og skjalastjórnar og gæðastjórnunar, áhrif helstu staðla á meðferð gagna á vinnustað, gerð verklagsreglna og uppsetningu ýmissa skjala, s.s. vinnulýsinga, eyðublaða og gátlista. Fjallað verður um þróun upplýsingastjórnunar í daglegu starfi, s.s. áhrif fjarvinnu og samfélags- og samskiptamiðla á öryggi gagna.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka færni sína í skjalastjórnun og rafrænni stjórnsýslu innan opinberrar stjórnsýslu.

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fjórtán vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda vinnustofu í Borgarnesi auk rafrænnar vinnustofu. Kennsla hefst 5. janúar 2026 og stendur til 20. febrúar 2026. Vinnustofa á Vesturlandi verður á tímabilinu 22. - 25. janúar Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Ragna Kemp Haraldsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 30. desember 2025

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.