Lögfræði fjármálamarkaða
Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.
225.000 kr
Þrjú sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Elín H Jónsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Thelma Christel Kristjánsdóttir
Lögfræði fjármálamarkaða
Í flóknu starfsumhverfi fjármálafyrirtækja er þekking á lögum orðin snar þáttur í störfum margra sérfræðinga og stjórnenda. Í þessari námsleið fá nemendur innsýn í grunnreglur lögfræðinnar og hagnýta þekkingu á reglum fjármálamarkaðsréttar, þ.á.m. þær reglur sem setja fjármálamarkaðnum umgjörð og fjalla um stofnanauppbyggingu kerfisins sem og reglur verðbréfamarkaðar.
Fjöldi eininga og dreifing vinnuálags
Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert. Hvert námskeið er kennt í sjö vikna lotu í fjárnámi. Þrjár lotur sem dreifast á tvær annir.
- Inngangur að lögfræði – Lota 1 haustönn
- Fjármálamarkaðsréttur 1 – Lota 1 vorönn
- Fjármálamarkaðsréttur 2 – Lota 2 vorönn
Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu (bakkalár), sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) eða jafngildi þess.
Umsækjendur sem hafa grunngráðu í lögfræði þurfa ekki að taka Inngang að lögfræði til þess að skrá sig í þetta örnám.
Námskeiðið veitir 18 ECTS einingar á framhaldsstigi og einingum sem lokið er í þessari námslínu geta nýst til MBL gráðu í viðskiptalögfræði að teknu tilliti til reglna háskólans um mat á fyrra námi.