Lagaumhverfi almannavarna og þjóðaröryggis
6 ECTS einingar á grunnnámsstigi
75.000 kr.
7 vikna námskeið
Gísli Rúnar Gíslason og Hinrika Sandra Ingimundardóttir
Lagaumhverfi almannavarna og þjóðaröryggis
Í námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem snerta lagaumhverfið um almannavarnir og þjóðaröryggi hérlendis. Þar að auki eru helstu alþjóðasamningar og -stofnanir sem sýsla með málaflokkinn kynntar til sögunnar. Í námskeiðinu verður sérstaklega fjallað um löggjöfina um Almannavarnir og Þjóðaröryggisráð. Auk þess verður fjallað um ýmsar aðrar réttarheimildir í þessu samhengi. Stofnanauppbygging málaflokksins verður krufin til mergjar auk þess sem ýmis álitaefni verða tekin til umfjöllunar, t.d. valdheimildir ríkisins til skerðingar mannréttinda á hættutímum, stjórnskipulegur neyðarréttur, valdheimildir lögreglunnar í þjóðaröryggismálum, hlutverk Landhelgisgæslunnar, hugtökin almannavarnarstig og hættustund, borgaralegar skyldur á hættustundu og margt fleira. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á lagaumhverfinu sem gildir um almannavarnir og þjóðaröryggi hérlendis og geti beitt því á raunveruleg viðfangsefni.
Fyrir hverja, þátttökugjald og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu á lagaumhverfinu sem gildir um almannavarnir og þjóðaröryggi hérlendis.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda staðlotu á Hvanneyri/Borgarnesi. Kennsla hefst 5. janúar og stendur til 20. febrúar 2026. Staðlota á Hvanneyri/Borgarnesi verður á tímabilinu 22. – 25. janúar. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 16. – 20. Febrúar 2026.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Gísli Rúnar Gíslason og Hinrika Sandra Ingimundardóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2026.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
