Námskeið
Endurmenntun

Grunnnámskeið í stafrænni hönnun

Námskeiðið veitir ekki einingar

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025
125.000 kr
18. ágúst - 4. október
7 vikna námskeið
Björg Ingadóttir

Grunnnámskeið í stafrænni hönnun

Námskeiðið er alhliða grunnnámskeið í stafrænni fatahönnun og fatagerð. Þátttakendur munu skilja og geta beitt stafrænum hönnunarreglum í samhengi við faghönnun í tískuiðnaði. Þeir öðlast grunn í notkun CLO3D hugbúnaðar sem er öflugt hönnunarforrit við gerð stafrænna sniða sem saumuð eru upp sem sýndarfatnaður. Hugbúnaðurinn sem nemendur læra að beita er að gjörbylta hönnunar- og framleiðsluferlum í tískuiðnaði. Þátttakendur munu læra hvernig þeir geta yfirfært skapandi hugmyndir sínar á raunhæfar þrívíddarflíkur, sem straumlínulagar hönnunarferlið, gerir það auðveldara og skilvirkara og dregur verulega úr umhverfis spori í hönnunarferlinu.

Sjá kennsluskrá hér. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast færni í að nýta helstu verkfæri CLO3d, hafa færni til að lesa upplýsingar um galla í hönnun sinni og hvernig er best að laga flíkur út frá gefnum upplýsingum. 

Þátttökugjald er 125.000 kr.

Engir undanfarar / forkröfur skráðar á námskeiðið.

Námskeiðið veitir ekki einingar. 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Björg Jónsdóttir.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.