Fyrirtækjalögfræði Örnám
Endurmenntun | Örnám

Fyrirtækjalögfræði

Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.

Umsóknarfrestur til 30. desember 2025
225.000 kr
Skólaárið 2025-2026
Þrjú sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Elín H Jónsdóttir, Eva Halldórsdóttir og Fróði Steingrímsson

Fyrirtækjalögfræði

Í flóknu starfsumhverfi fyrirtækja er nokkur þekking á lögum orðin snar þáttur í störfum margra sérfræðinga og stjórnenda. Í þessari námsleið fá nemendur innsýn í grunnreglur lögfræðinnar og hagnýta þekkingu á reglum félagaréttar, þ.e. þær reglur sem eiga við um þau félagaform sem algengast er að fyrirtæki hér á landi séu rekin í, hf. og ehf.

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast færni og hagnýta þekkingu á reglum félagaréttar og fá grunn innsýn í reglur lögfræðinnar. 

Fjöldi ECTS eininga og dreifing vinnuálags

Námskeiðið veitir 18 ECTS einingar á framhaldsstigi og geta nýst til MBL gráðu í viðskiptalögfræði að teknu tilliti til reglna háskólans um mat á fyrra námi. Hvert námskeið er kennt í sjö vikna lotu í fjárnámi. Þrjár lotur sem dreifast á tvær annir. Sé nemandi búinn með inngang að lögfræði er hægt að koma inn og einungis taka seinni tvö námskeiðin.

Verð 

Þátttökugjald er kr. 225.000. Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Umsækjendur sem hafa grunngráðu í lögfræði þurfa ekki að taka námskeiðið Inngangur að lögfræði og greiða því lægra verð sem nemur 75.000 krónum.

Aðgangsviðmið og umsóknarfrestur 

Umsóknarfrestur er til 30. desember

Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu (bakkalár), sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) eða jafngildi þess.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi með umsókn sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun hja bifrost.is  

Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.