Alþjóðleg mannauðsstjórnun (kennt á ensku)
6 ECTS einingar á meistarastigi
75.000 kr
7 vikna námskeið
Arney Einarsdóttir
Alþjóðleg mannauðsstjórnun (kennt á ensku)
Fjallað er um stefnumótandi stjórnun mannauðs, sértækar áskoranir, siðferðilegar klemmur og aukið flækjustig í alþjóðlegum fyrirtækjum og almennt í fjölþjóðlegu samhengi. Áhersla er lögð á að gefa innsýn í lykilkenningar en einnig fjallað um hlutverk, skipulag og viðfangsefni mannauðsstjórnunar í alþjóðlegum fyrirtækjum (MNC) og öðrum fjölþjóðlegum skipulagsheildum. Fjallað er um áhrif alþjóðavæðingar og hvernig má nýta kenningar og hugmyndafræðilega rammar til að skilja betur menningarlegar hefðir og viðhorf og gildi stjórnenda og starfsfólks. Leitast verður við að tengja fræði og framkvæmd í ákvörðunartöku þegar starfað er í alþjóðlegu samhengi þvert á landamæri og jafnvel heimsálfur. Raundæmi og valið lesefni verða notuð markvisst í þeim tilgangi að dýpka skilning nemenda á sértækum flóknum áskorunum í stefnumörkun, skipulagi og ákvörðunartöku í skipulagsheildum sem starfa í flóknu alþjóðlegu samhengi sem einkennist af fjölbreytileika mannauðs.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast meiri þekkingu á sviði mannauðs og þróa hæfni sína með mannauðsstefnum.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið grunnnámi.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda staðlotu á Hvanneyri/Borgarnesi. Kennsla 23. febrúar og stendur til 17. apríl 2026. Staðlota á Hvanneyri/Borgarnesi verður á tímabilinu 26. – 29. mars 2026. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13. – 17 apríl 2026.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Arney Einarsdóttir prófessor við Háskólann á Bifröst
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2026.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
