Alþjóðastjórnmál peningakerfa (kennt á ensku) Fjarnám
Endurmenntun

Alþjóðastjórnmál peningakerfa (kennt á ensku)

6 ECTS einingar á meistarastigi

Umsóknarfrestur til 5. janúar
75.000 kr
5. janúar - 20. febrúar
7 vikna námskeið
Oddný Helgadóttir

Alþjóðastjórnmál peningakerfa (kennt á ensku)

Peningar eru meira en skiptimynt og greiðslumiðill í viðskiptum - þeir eru uppspretta valda, átaka og alþjóðlegra, efnahagslegra umbreytinga. Þetta námskeið tekur til umfjöllunar stjórnmálahagkerfi alþjóðlegra peninga og fjármála og sýnir hvernig peningakerfi mótast af ríkjum, mörkuðum og stofnunum. Hvers vegna er Bandaríkjadalurinn áfram ríkjandi í alþjóðlegum viðskiptum og hvaða áskoranir standa honum fyrir dyrum? Hvernig endurmóta fjármálakreppur alþjóðlegt valdakerfi? Hvernig hafa peningar sjálfir orðið pólitískir, allt frá refsiaðgerðum og peningamálastefnu seðlabanka til uppgangs rafmynta?

Þó að alþjóðlega fjármálakreppan (GFC) 2008 sé í forgrunni þessa námskeiðs eru fleiri peninga- og fjármálakrísur teknar fyrir, þar sem spila saman ríkisfjármál, skuldakreppur og fjármálalegur óstöðugleiki. Nemendur munu læra að beita kenningum alþjóðaviðskipta – og stjórnmálafræði og  taka þátt í alþjóðlegum, sem fjalla um flæði fjármagns, þróun alþjóðlegra fjármála- og viðskiptasambanda og alþjóðastofnana sem stjórna þeim. Meðal efnis eru framtíð dollars sem gjaldeyrisvarasjóðs í seðlabönkum, mótun og samspil peningavalds og landstjórna og truflandi áhrif lýðvæðingu peningsköpunar.

Með blöndu af fyrirlestrum og umræðum munu nemendur skoða á gagnrýninn hátt samkeppnissjónarmið á alþjóðastjórnmálum peninga, öðlast greiningartæki til að meta fjármálakreppur, stefnuviðbrögð og breytta alþjóðlega peningastefnu.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á pólitískum ákvörðunum á fjármálakerfi og peningaleg valdatengsl á heimsvísu. 

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið grunnnámi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda staðlotu á Hvanneyri/Borgarnesi. Kennsla hefst 5. janúar og stendur til 20. febrúar 2026. Staðlota á Hvanneyri/Borgarnesi verður á tímabilinu 29. janúar – 1. febrúar. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 16. – 20. Febrúar 2026.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Oddný Helgadóttir 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 5.janúar 2026.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.