Alþjóðalög
6 ECTS einingar á grunnnámsstigi
75.000 kr
7 vikna námskeið
Petra Baumruk
Alþjóðalög
Í námskeiðinu er fjallað um grunnatriði alþjóðalaga, m.a. eðli þeirra, réttarheimildir, tengsl alþjóðalaga og landsréttar, aðila, gerð og túlkun alþjóðasamninga, beitingu vopnavalds og ábyrgð ríkja. Þá er fjallað um úrlausn deilumála og lögsögu alþjóðadómstóla. Sérstök áhersla er lögð á að tengja námsefnið við íslenskan veruleika og innrás Rússlands í Úkraínu.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast skilning á grunnatriðum alþjóðalaga
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda staðlotu á Hvanneyri/Borgarnesi. Kennsla 23. febrúar og stendur til 17. apríl 2026. Staðlota á Hvanneyri/Borgarnesi verður á tímabilinu 19. – 22. mars 2026. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13. – 17 apríl 2026.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Petra Baumruk
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2026.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifrös
