Almennur félagaréttur Fjarnám
Endurmenntun

Almennur félagaréttur

6 ECTS einingar á meistarastigi

Umsóknarfrestur er til 5. janúar
75.000 kr.
5. janúar til 20. febrúar
7 vikna námskeið
Elín H Jónsdóttir

Almennur félagaréttur

Í námskeiðinu eru helstu hugtökum, skilgreiningum og réttarheimildum á sviði félagaréttar gerð skil. Farið er yfir mismunandi félagaform, flokkun þeirra og atriði sem hafa ber í huga varðandi val á félagaformi. Á námskeiðinu er megináhersla lögð á hluta- og einkahlutafélög sem eru algengustu félagaform atvinnurekstrar á Íslandi. Farið verður yfir valin fræðileg viðfangsefni félagaréttar svo sem mörk takmarkaðrar ábyrgðar og hagnýt viðfangsefni líkt og stofnun félaga og slit, hluti og hlutafé, stjórnkerfi og réttarstöðu stjórnenda, hluthafa og annarra haghafa. Þá verður fjallað um siðferðileg álitamál sem tengjast stöðu hlutafélaga sem þátttakenda í samfélaginu; hver er samfélagsleg ábyrgð þeirra og til hvaða sjónarmiða eiga/mega stjórnir hlutafélaga horfa við ákvarðanatöku (hluthafa- og haghafakenning).

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast skilning á félagarétti.

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda staðlotu á Hvanneyri/Borgarnesi. Kennsla hefst 5. janúar og stendur til 20. febrúar 2026. Staðlota á Hvanneyri/Borgarnesi verður á tímabilinu 29. janúar – 1. febrúar. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 16. – 20. Febrúar 2026.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.   

Kennari

Kennari námskeiðsins er Elín H Jónsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2026.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.