Öryggi á norðurslóðum
Öryggi á norðurslóðum - Arctic Security (kennt á ensku)
Námskeiðið rekur þróun öryggismála á Norðurslóðum eftir seinni heimsstyrjöldina, með áherslu á þrjú megintímabil: Kalda stríðið (1945-1991), eftir-kaldastríðsárin (1991-2022) og nútímann. Hugtök eins og raunhyggja, hnattvæðing og þjóðernishyggja eru notuð til að undirbyggja og útskýra helstu einkenni og tilhneigingu í öryggismálum Norðurslóða í sögulegu ljósi. Þróun íslenskrar utanríkisstefnu og þær ákvarðanir sem byggja á megináherslum stjórnvalda í utanríkismálum verða samofin og samþætt umræðunni um skjólkenninguna (e. shelter theory).
This course examines Arctic security developments following WWII with emphasis placed on three distinctive eras: Cold War (1945-1991), post-Cold War (1991-2022), and present day. Concepts such as realism, globalization, and nationalism anchor the historical survey to understand broad regional security trends over time. Iceland’s foreign policy development and decisions are integrated throughout the course by drawing upon shelter theory as a unifying theme.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina staðlotu á því tímabili. Kennsla hefst 13. október og stendur yfir til 1. desember. Staðlota fer fram dagana 30. okt. - 2. nóvember og verður dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Kennari
Kennari námskeiðsins
Nathan Stackhouse stjórnmálafræðingur/Norðurslóðasérfræðingur og liðsforingi í bakvarðasveit bandaríska flughersins. Nathan er varanlega búsettur á Íslandi og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stefnumótunar, öryggissamvinnu og alþjóðasamskipta. Sérsvið hans eru málefni Norðurslóða (þ.á.m. samkeppni stórvelda á svæðinu), smáríkjafræði, friðargæslu- og mannúðarmál og evrópsk svæðisstjórnmál.
Skoðanir Nathans eru hans eigin og endurspegla hvorki opinbera afstöðu né stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eða bandaríska flughersins.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar:
Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á öryggismálum Norðurslóða í sögulegu samhengi og þeim öryggisáskorunum sem Norðurslóðir standa frammi fyrir í breyttri heimsmynd.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 10. október 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.