Menning, markaður og miðlun

Menning, markaður og miðlun

Í námskeiðinu verður fjallað um hvernig markaðsvæðing og lýðræðisvæðing hefur umbreytt framleiðslu, miðlun og markaðsetningu menningarefnis. Rýnt verður í hvernig miðlun menningarefnis tekst á við ólíkar kröfur og áskoranir með tilliti til fjármögnunar, tjáningarfrelsis, aðgengis, fjölbreytileika og sjálfbærni. 

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á miðlun og markaðssetningu menningar. 

Þátttökugjald er kr. 156.000

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 3.-6. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember - 2. desember

Kennari

Kennari námskeiðsins er Bergsveinn Þórsson 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.