Menning, markaður og miðlun

Menning, markaður og miðlun

Í námskeiðinu verður fjallað um hvernig kröfur um markaðsvæðingu og lýðræðisvæðingu hefur umbreytt framleiðslu, miðlun og markaðsetningu menningarefnis. Skoðað verður hvaðan þessar kröfur koma útfrá sögu- og fræðilegu samhengi, sem verður síðar nýtt til að greina hvað viðheldur þeim í íslensku menningarumhverfi.

Rýnt verður í hvernig framleiðsla og framsetning menningarefnis felur í sér samþættingu ólíkra viðhorfa og áskoranna með tilliti til tjáningarfrelsis, aðgengis, fjölbreytileika og sjálfbærni.

Litið verður á hvernig vægi viðtakenda (áhorfendur, gestir, neytendur/njótendur, þátttakendur) hefur aukist í menningarstjórnun og hvaða aðferðir, tól og tæki eru til staðar fyrir miðlun og markaðssetningu menningar.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á miðlun og markaðssetningu menningar. 

Þátttökugjald er 219.000 kr. 

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk einnar námsmatsviku. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 24. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27.-30. nóvember.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Bergsveinn Þórsson 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 2. október. 

Upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.