Framtíðarlýðræði og þátttaka
Námskeiðið fjallar um þróun samtíma í lýðræðiskenningum og þær tilraunir sem verið er að gera á þessum hugmyndum víða um heim. Við munum skoða tengslin á milli þátttöku-, rökræðu- og fulltrúalýðræðis út frá spurningunni um það hvernig framtíðarlýðræðið ætti að líta út.
Fáar hugmyndir eru jafn óumdeildar í samtímanum og að fólk vilji búa við lýðræðislegt stjórnarfar, en þrátt fyrir það er lýðræðið í krísu. Traust á stjórnvöldum og stofnunum, stjórnmálamönnum og flokkum eða bara „kerfinu“ hefur lengi verið sorglega lítið, og nú stöndum við frammi fyrir nýjum risavöxnum áskornunum.
Hvernig tryggjum við að lýðræðið komist óskaddað gegnum þær hröðu tækni- og samfélagsbreytingar í gervigreindarvæddum heimi? Fjallað verður um raunhæfar, jafnt sem útópískar hugmyndir, s.s. möguleikana á notkun gervigreindar og sýndarveruleika, fljótandi lýðræði, lýðvistun og margt fleira. Auk þess sem við fjöllum um þær tilraunir sem verið er að gera í mörgum löndum til að útvíkka lýðræðið, t.d. til að nota slembival í ýmsum myndum, s.s. borgaraþing, rökræðukannanir og borgararáð og sitthvað fleira. Nemendur kynnast fræðilegum bakgrunni þessara hugmynda og tekist verður á við grundvallarspurningar um hvort réttlætanlegt sé að færa aukið lýðræðislegt ákvörðunarvald frá kjörnum fulltrúum í hendur almennings og hvort það sé yfir höfuð raunhæft.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast aukinn skilning að vinna með heimildir og grundvallarhugtök lýðræðiskenninga.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu. Kennsla hefst 18. ágúst og stendur til 27.september 2025. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 4. - 7. september, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmar fer fram dagana 28. september til 4. október.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Sævar Ari Finnbogason
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.