Framkvöðlastarf á Íslandi: Frá hugmynd til athafna

Framkvöðlastarf á Íslandi: Frá hugmynd til athafna

Í þessu námskeiði eru kynnt til sögunnar lykilhugtök og kenningar tengdar frumkvöðlastarfi og beinir sjónum sínum að því hvers vegna nýsköpun skiptir máli og hvernig eigi að þróa áfram hugmyndir. Nemendur læra um fyrstu skref frumkvöðulsins, þ.m.t. rannsóknarvinnu, staðfestingu á tilgátu og þróun rekstursins á fyrstu stigum.

Hvers vegna frumkvöðlastarf skiptir máli og hvernig taka má fyrstu skrefin.

Sjá nánar um námskeiðið í kennsluskrá. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja geta hagnýtt þekkingu sína á frumkvöðlastarfi innan vinnumarkaðarins og hafa öryggi til að taka þátt í nýsköpunarumhverfi Íslands. Geta stækkað og viðhaldið rekstri sínum og meta eigin viðskiptaáætlun á gagnrýninn hátt og leggja mat á fýsileika hennar.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Kennt á ensku.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Vesturlandi. Kennsla hefst 18. ágúst og stendur til 27. september 2025. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á tímabilinu 4. - 7. september 2025 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. september - 4. október.  

Kennari

Kennarar námskeiðs eru Arnar Sigurðsson og Michael Hendrix.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.