Upplýsingatækni og forritun Fjarnám
Endurmenntun

Upplýsingatækni og forritun

6 ECTS einingar á grunnnámsstigi

Umsóknarfrestur er til 13. október
75.000 kr.
13. október – 1. desember
7 vikna námskeið
Sæmundur Ragnarsson

Upplýsingatækni og forritun

Markmið námskeiðsins er að kenna grundvallaratriði í forritun með Python og gagnavinnslu með Pandas. Nemendur munu einnig læra að nýta gervigreind til að aðstoða við forritun ásamt því að setja upp og nota forritunarviðmótið VS Code. Nemendur munu skrifa einföld Python-forrit, og lögð er rík áhersla á verkefnavinnu. 

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja fá grunn í forritun.

Þátttökugjald er 75.000 kr.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 13. október 2025 og stendur til 1.desember 2025. Staðlota er helgina 30. október - 2. nóvember. Námsmatsvika fer fram vikuna 24. - 30. nóvember.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sæmundur Ragnarsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 13. október 2025. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.