Stafræn viðskipti og stjórnun (áður Tilgangur og eðli samfélagsmiðla) Fjarnám
Endurmenntun

Stafræn viðskipti og stjórnun (áður Tilgangur og eðli samfélagsmiðla)

6 ECTS einingar á grunnnámsstigi

Umsóknarfrestur er til 8. október
75.000 kr.
13. október - 1. desember
7 vikna námskeið
Brynjar Þór Þorsteinsson

Stafræn viðskipti og stjórnun (áður Tilgangur og eðli samfélagsmiðla)

Hinn stafræni heimur hefur verið vettvangur nýsköpunar sem engan endi sér á. Fyrirtæki hafa orðið að netvöngum (e. digital platforms) sem starfa eingöngu á stafrænum grundvelli og veita aðeins stafrænar afurðir (e. Digital products and services eða e. Online service providers). Dæmi um þetta eru samfélagsmiðlar eins og Facebook, Instagram, TikTok, leitarvélar eins og Google, streymisveitur eins og Netflix og Spotify eða YouTube, netverslanir (e-commerce) og markaðstorg eins og Boozt og Amazon og deilinetvangar eins og Airbnb og Uber. Margvíslegar áskoranir og tækifæri leynast í hinum stafræna heimi þegar kemur að markaðssetningu, alþjóðavæðingu, gagnasöfnun og nýtingu á gervigreind sem dæmi. Fyrirtæki og stofnanir sækjast því eftir að taka þátt í hinum stafræna heimi sem krefst þekkingar og skilnings á honum og hvernig takast skuli á við stafræna umbreytingu.

Í námskeiðinu fær nemandinn að kynnast þeirri hagfræði og þeim kröftum sem búa að baki hinum stafræna heimi og hvernig er hægt að nýta sér fræðin til að skapa og byggja upp netvanga sem veita þjónustu eða selja vörur.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna öðlast skilning á tilgangi og eðli samfélagsmiðla.

Þátttökugjald er 75.000 kr.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 13. október 2025 og stendur til 1.desember 2025. Staðlota er helgina 30. október - 2. nóvember. Námsmatsvika fer fram vikuna 24. - 30. nóvember.

Kennari ámskeiðsins eru Brynjar Þór Þorsteinsson

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 8. október 2023. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.