Markaðssetning og kynningarmál
6 ECTS einingar á grunnámsstigi
75.000 kr.
7 vikna námskeið
Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Atli Björgvinsson
Markaðssetning og kynningarmál
Í þessu námskeiði er farið yfir grundvallarþætti í kynningarmálum og samfélags miðlamarkaðssetningu. Skoðað hvernig maður dregur fram söguna í þeim verkefnum sem maður vinnur að.
Þekking og leikni:
- Þekkja markaðssetningu á ólíkum miðlum.
- Kunna framsetningu á fréttatilkynningum og kynningarefni.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja vita hvernig miðlar geta unnið saman til að ná sem bestum árangri og hafa skilning á leitarvélabestun.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Umsóknarfrestur er til 8. október 2025.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 13. október 2025 og stendur til 1.desember 2025. Staðlota er helgina 30. október - 2. nóvember. Námsmatsvika fer fram vikuna 24. - 30. nóvember.
Kennarar
Kennarar námskeiðsins eru Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Atli Björgvinsson.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 8. október 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.