Innra eftirlit og regluvarsla Örnám
Endurmenntun | Örnám

Innra eftirlit - innri endurskoðun og regluvarsla

Námið er samtals 24 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.

300.000 kr
Skólaárið 2025-2026
Fjögur sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Elín H Jónsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Thelma Christel Kristjánsdóttir, Rut Gunnarsdóttir og Sif Einarsdóttir

Innra eftirlit - innri endurskoðun og regluvarsla

Stjórnendur bera síaukna ábyrgð á upplýsingagjöf fyrirtækja út á við; til hluthafa og annarra haghafa jafnt sem opinberra eftirlitsaðila og út á fjármálamarkað. Með aukinni ábyrgð stjórnenda eykst krafan um gæði upplýsinga og reglufylgni innan fyrirtækis. Þetta hefur í för með sér aukna áherslu á innra eftirlit, regluvörslu og innri endurskoðun hjá stærri jafnt sem smærri fyrirtækjum og sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn og menntun þarf til að sinna því hlutverki.

Í þessari námslínu öðlast nemendur þekkingu á grundvallar aðferðafræði lögfræðinnar auk þess sem fjallað er um innra eftirlit í fyrirtækjum, hlutverk regluvarða og starfsemi innri endurskoðunar. Þá felur námsleiðin í sér ítarlega yfirferð yfir lögfræði fjármálamarkaðar, bæði stofnanaumhverfi hans og verðbréfamarkaðsrétt.

Námslínan hentar fyrir þau sem starfa í íslensku atvinnulífi á sviði regluvörslu og innri endurskoðunar eða hafa áhuga á slíkum störfum.

Fjöldi ECTS eininga og dreifing vinnuálags  

Námið er samtals 24 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert. Þau eru: 

Verð

Þátttökugjald er 300 þúsund kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Þeir sem hafa lokið námskeiðinu inngangur að lögfræði greiða lægra gjald sem nemur 75 þúsund krónum. 

Aðgangsviðmið og umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 2025.

Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu (bakkalár), sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (7,23 eða hærra) eða jafngildi þess. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi með umsókn sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun hja bifrost.is  

Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.