Nýr verkefnastjóri kennslu 4. janúar 2019

Nýr verkefnastjóri kennslu

Lilja Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri kennslu við kennslusvið skólans. Lilja hefur hafið störf en hún tekur við starfinu af Valgerði Guðjónsdóttur.

Verkefnastjóri kennslu hefur m.a. umsjón með gerð kennsluáætlana og stundaskráa. Framkvæmd kennslumats er á könnu verkefnastjórans ásamt kennslufræðilegri ráðgjöf svo og skipulagning vinnuhelga og námskeiðsframboðs.

Lilja lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst í júní 2017. Hún lauk B.SC. gráðu í viðskiptalögfræði einnig frá Bifröst árið 2015 en er auk þess með B.ED. gráðu í grunnskólafræðum frá Háskóla Íslands. Árið 2018 lauk Lilja prófraun til málflutningsréttinda fyrir hérðasdómi. Lilja hefur m.a. kennt við Grunnskóla Borgafjarðar Kleppjárnsreykjum sem og háskólagátt og lögfræðisvið við Háskólann á Bifröst. Þá hefur Lilja starfað sem samskiptastjóri skólans síðastliðið ár.

Skólinn þakkar Valgerði Guðjónsdóttur fyrir vel unnin störf sem verkefnastjori kennslu.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta