Fyrir börn og unglinga

Það er gott að alast upp á Bifröst

Það er gott að alast upp á Bifröst

Unga kynslóðin unir sér vel á Bifröst í fallegu og öruggu umhverfi. Ýmsar hefðir hafa skapast í háskólaþorpinu sem tengjast unga fólkinu. Fjölskyldudagur er haldinn hátíðlegur í maí með skemmtilegri dagskrá fyrir börn og fullorðna. Dansað er kringum jólatré á háskólatorgi í byrjun aðventu og þar er kötturinn sleginn úr tunnunni á mikilli öskudagshátíð. Nemendafélagið efnir gjarnan til kvikmyndasýninga fyrir börnin, boðið hefur verið upp á danskennslu, tónleika og ýmsar sameiginlegar uppákomur barna og foreldra.

Grunnskólinn á Varmalandi

Grunnskólinn á Varmalandi

Varmaland er lítill þéttbýliskjarni í um það bil tíu mínútna akstursfjarlægð frá Bifröst. Varmalandsskóli er einsetinn grunnskóli með tæplega 50 nemendur. Skólabíll ekur börnunum í skólann og heim. Mjög gott íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Nemendur á Varmalandi sem stunda tónlistarnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar sækja tónlistartíma sína í tengslum við skólann. Nýir íbúar á Bifröst þurfa að sækja um skólavist fyrir börn sín. Nánari upplýsingar er að finna á vef Varmalandsskóla.

S: 433 7300- gbf@gbf.is

Leikskólinn Hraunborg

Leikskólinn Hraunborg

Nemendur á Hraunborg eru u.þ.b. 50 og starfsmenn 15. Leikskólinn er rekinn af Hjallastefnunni.  Hjallastefnan hefur notið vaxandi virðingar og velgengni undanfarin ár og meðal annars hlotið viðurkenningar fyrir áherslu á jafnréttisuppeldi. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Hraunborgar.

Nýir íbúar á Bifröst þurfa að sækja um leikskólavist fyrir börn sín.

Umsóknareyðublöð er að finna á vef Hraunborgar og þeim má skila með rafrænum hætti. Nánari upplýsingar er að finna á vef Hraunborgar.

S: 435 0077 - hraunborg@hjalli.is

Íþróttir

Íþróttir

Börnum úr háskólaþorpinu sem stunda íþróttir stendur til boða að taka þátt í æfingum á vegum Ungmennafélags Stafholtstungna og fara þær fram á Varmalandi. Þá stunda allmörg börn og unglingar frá Bifröst ýmsar íþróttir hjá Skallagrími í Borgarnesi.

Menntaskólinn í Borgarnesi

Menntaskólinn í Borgarnesi var stofnaður árið 2006. Í boði er nám á fjórum brautum; starfsbraut, almennri braut, félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut. Nemendur ljúka stúdentsprófi að jafnaði á þremur árum, þeir fá fartölvur til afnota í skóla og heima, formleg annarpróf eru ekki haldin en í stað þeirra kemur leiðsagnarmat og námsárið er að jafnaði tveimur vikum lengra en í öðrum framhaldsskólum.

s: 433 7700 - menntaborg@menntaborg.is

Nánari upplýsingar er að finna á vef menntaskólans.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta