Velkomin á Ógnir og öryggi XVI. ráðstefnu Íslenska þjóðfélagsins.

Ráðstefnugjald er kr. 20.000, en hækkar í kr. 25.000 ef greitt er eftir 1. maí. Innifalið í skráningargjaldi eru ráðstefnugögn, tveir léttir hádegisverðir og kaffiveitingar.   Nemendur á grunn- og meistaranámsstigi geta tekið þátt í ráðstefnunni sér að kostnaðarlausu, en greiða þó fyrir veitingar.

Til að skrá sig þarf að smella á svarta hnappinn fyrir skráningu og greiðslu ráðstefnugjalds. Þeir þátttakendur sem þess þurfa, eru beðnir um að taka fram undir Athugasemdir óskir um veganfæði og/eða tilgreina fæðuofnæmi.

Ráðstefnugjald fæst endurgreitt til og með 19. maí nk. með því að senda beiðni þess efnis á samskiptastjori@bifrost.is.

Þá þarf að skrá sig sérstaklega í vettvangsferð og/eða hátíðarkvöldverð. Uppgefin verð eru birt með fyrirvara um fjölda þátttakenda. 

Vinsamlegast athugið breytta dagsetningu á ráðstefnunni, en henni var flýtt um viku frá áður auglýstri dagsetningu (1.-2. júní) vegna forsetakosninganna 1. júní nk. 

Skráning í vettvangsferð

Áhugaverðir staðir í nágrenni Borgarness verða heimsóttir, að dagskrá lokinni, föstudaginn 24. maí.
Verð er kr. 3.500 á mann.

Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.


Skráning í hátíðarkvöldverð

Þriggja rétta hátíðarkvöldverður verður í Landsnámssetrinu í Borgarnesi, sem er aðeins steinsnar frá hótelinu, föstudagskvöldið 24. maí. Boðið verður upp á fordrykk kl. 19:30, en borðhald hefst kl. 20:00. Sérstakur gestur kvöldsins er Einar Kárason, rithöfundur og sagnaþulur. Verð er kr. 9.000.

Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.