Velkomin á Ógnir og öryggi XVI. ráðstefnu Íslenska þjóðfélagsins.

Ráðstefnugjald er kr. 20.000, en hækkar í kr. 25.000 ef greitt er eftir 9. maí (vinsamlegast athugið að frestur hefur verið framlengdur frá 1. til og með 9. maí). Innifalið í skráningargjaldi eru ráðstefnugögn, tveir léttir hádegisverðir og kaffiveitingar.   Nemendur á grunn- og meistaranámsstigi geta tekið þátt í ráðstefnunni sér að kostnaðarlausu, en greiða þó fyrir veitingar.

Til að skrá sig á ráðstefnuna þarf að smella á svarta hnappinn fyrir greiðslu ráðstefnugjalds og jafngildir greiðsla gjaldsins skráningu á ráðstefnuna. Þeir þátttakendur sem þess þurfa, eru beðnir um að taka fram undir Athugasemdir óskir um veganfæði og/eða tilgreina fæðuofnæmi. 

Allir sem greiða ráðstefnugjald fá senda með tölvupósti greiðslukvittun.

Ráðstefnugjald fæst endurgreitt til og með 19. maí nk. með því að senda beiðni þess efnis á samskiptastjori@bifrost.is.

Ráðstefnugestum og öðrum þátttakendum býðst gisting á Hóteli Vesturlandi, þar sem ráðstefnan fer fram. Fyrir nánari upplýsingar og bókun á gistingu er blái hnappurinn valinn.

Þá þarf að skrá sig sérstaklega í vettvangsferð og/eða hátíðarkvöldverð og er það gert með þvi að smella á gráa hnappinn. Uppgefin verð eru birt með fyrirvara um fjölda þátttakenda.  Innheimt verður vegna vettvangsferðar og hátíðarkvöldverðar á ráðstefnunni, en þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að skrá sig.