Velkomin á Ógnir og öryggi XVI. ráðstefnu Íslenska þjóðfélagsins.
Ráðstefnugestum gefst kostur á að bóka herbergi á Hótel Vesturlandi, þar sem ráðstefnan fer fram, á tilboðsverði eða kr. 20.000 fyrir nóttina. Einungis tveggjamanna herbergi eru í boði, óháð því hvort einn eða tveir gestir eru um herbergið.
Ráðstefnan verður sett kl. 10:00, þann 24. maí og lýkur síðdegis næsta dag. Herbergi skal þó skilað á hádegi á brottfarardegi, þann 25. maí.
Eins og áður segir gildir tilboðið fyrir allt að tvo í herbergi. Ef óskað er eftir öðru fyrirkomulagi þarf að ganga frá því beint við Hótel Vesturland.
Hótel Vesturland er nýtt ráðstefnu- og fundarhótel í hjarta Borgarness. Það opnar nú í vor eftir endurbætur á húsnæði þess að Borgarbraut 59.
Nánari upplýsingar um gistingu á ráðstefnunni eru veittar á samskiptastjori@bifrost.is.