Árshátíðin okkar verður í golfskálanum á Akranesi, föstudagskvöldið 8. mars nk. og verða rútuferðir farnar frá starfsstöðinni í Borgartúni kl. 17:30 og frá starfsstöðinni á Bifröst 17:45 (með stopp í Borgarnesi)
Húsið opnar kl. 18:30 með fordrykk. Við hefjum svo borðhaldið á glæsilegu forréttarhlaðborði. Í aðalrétt er kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri og hægelduð nautalund marineruð með jarðsveppum (eða innbakað umph með sveppum). Í meðlæti er bernaise ásamt rjómalagaðri villisveppasósu, gratineraðar kartöflur í hvítlauksrjóma, smælki með kryddjurtum, rótargrænmeti og ferskt salat. Í eftirrétt verður svo hvít súkkulaðimús á rabbabaraköku með jarðarberjum.
Veislustjóri er Bergsveinn Þórsson, en þema kvöldsins er glans og glamúr, vúhú.