Misserisverkefni

Misserisverkefni eru sjálfstæð hópverkefni sem reyna á mun fleiri þætti en hefðbundin verkefni. Tilgangur misserisverkefna er margþættur. Þau veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og öðlast þannig meiri sérfræðiþekkingu en ella. Oft eru misserisverkefni unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir og veita þannig innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins. Þau undirstrika hvernig hægt er að nota námsefnið til grundvallar við að skoða, skýra og koma með ábendingar eða tillögur til úrbóta. Þau gefa kost á að læra af aðstæðum og aðilum í atvinnulífinu og dýpka skilning á námsefninu. Síðast en ekki síst gegna misserisverkefnin mikilvægu hlutverki við að þjálfa nemendur í að beita viðurkenndum vísindalegum aðferðum við rannsókn eða lausn hagnýtra og fræðilegra viðfangsefna.

Gott misserisverkefni ber þess vott að hópurinn:

  • Hafi valið verðugt viðfangsefni til skoðunar og afmarkað það með skýrum hætti.
  • Hafi tileinkað sér viðeigandi fræðileg vinnubrögð og gagnrýna hugsun sem birtast í framsetningu, úrvinnslu upplýsinga og ályktunum sem settar eru fram.
  • Fari með heimildir á vandaðan og heiðarlegan hátt.
  • Leitist við að öll framsetning, munnleg og skrifleg, sé eins vönduð og kostur er.

Samningur um trúnað vegna misserisverkefnis

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta