Samninga- og sölutækni

Samninga- og sölutækni

Í dag er nauðsynlegt að geta tileinkað sér faglega samninga- og sölutækni því um er að ræða einn af þeim lykilþáttum sem hjálpa fólki til að ná hámarksárangri, bæði í starfi og í einkalífi.

Þetta námskeið fjallar um lykilatriði árangursríkrar samningamennsku og sölustjórnunar. Með lestri, verkefnum, æfingum og fyrirlestrum munu nemendur afla sér þekkingar og þróa færni sína á sviði samningatækni. Á námskeiðinu er lögð áhersla á bæði fræðilega umfjöllun og hagnýta hluti. Þannig fá nemendur tækifæri til að tileinka sér faglega samningatækni og tengja við sölustjórnun á hagnýtan hátt. 

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á faglegri samningatækni.  

Þátttökugjald er 156.000 kr. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 19. maí 2023 og stendur til 30. júní 2023. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 10.-11. júní.

Kennari

Kennri námskeiðsins er Brynjar Þór Þorsteinsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 4. maí.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.