Gæðastjórnun

Námskeiðinu er ætlað að kynna nokkur einföld hugtök og aðferðir gæðatjórnunar sem má nota í litlum (nýstofnuðum) sem stórum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Þátttakendur munu tileinka sér góðan grunn til að mæla gæði og bæta þjónustu í sínu eigin fyrirtæki. Fjallað verður jafnframt um Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar sem getur nýst öllum fyrirtækjum hvort sem er til undirbúnings fyrir þáttttöku í gæðakerfi Vakans eða sem stuðningur við innra gæðakerfi með notkun einfaldra eyðublaða og mæliaðferða sem nýtast við flestar aðstæður.

Fyrirkomulag

Kennslan fer fram í fjarnámi með einum vinnudegi á Bifröst.

Næsta námskeið er fyrirhugað vorið 2020.
Einn vinnudagur verður á Bifröst undir leiðsögn kennara. 

Skólagjöld

Þátttökugjald er kr. 125.000. 

Innifalið er námsgögn, veitingar og leiðsögn kennara.

Námið veitir ekki einingar

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta