Miðlun og ungmenni

Miðlun og ungmenni

Í námskeiði þessu munum við beina sjónum okkar að skilningi og notkun barna og unglinga á fjölmiðlaefni, hvort sem um er að ræða bækur, kvikmyndir, tónlist eða tölvuleiki. Enn fremur verður fjallað um samfélagsmiðlanotkun og neteinelti, en ekki síst hvort notkun barna- og unglinga á öppum eins og TikTok, Instagram eða SnapChat hafi eingöngu neikvæðaðar hliðar í för með sér eða líka jákvæðar. Einnig verður stiklað á stóru um hvernig hægt sé að gera börn og unglinga að gagnrýnum neytendum fjölmiðla og samfélagsmiðla með því að kenna þeim fjölmiðlalæsi.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa m.e. áhuga á áhrifum sem fjölmiðlaefni getur haft á börn og skilning barna á fjölmiðlaefni.  

Þátttökugjald er 164.000 kr

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Mikilvægt er að nemendur kunni rétta notkun heimilda og geti nýtt fræðilegar greinar í verkefnum.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kennsla hefst 27. maí og stendur til 5. júlí.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.  

Kennari

Kennari er Dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins, aðjunkt við Háskólann á Bifröst og dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 13. maí 2024.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.