Konur fara í rekstur - ný fyrirtæki og frumkvöðlar

Konur fara í rekstur - ný fyrirtæki og frumkvöðlar

Námskeiðið mun einblína á hvernig byggja megi upp þekkingu og hæfni til þess að hefja starfsemi byggða á viðskiptaáætlun útfrá reynslu og dæmisögum kvenna í frumkvöðlastarfsemi. Nemendur munu öðlast skilning á eðli frumkvöðlastarfs og hlutdeild og hlutverki frumkvöðla í hagkerfinu. Farið yfir einkenni kvenfrumkvöðla og fjallað verður sérstaklega um kynbundnar áskoranir í samfélaginu í dag, einkum í nýsköpunarumhverfi atvinnulífsins, þ.e. kynjafræðileg álitaefni varðandi þær hindranir sem konur í frumkvöðlastarfsemi mæta oft, bæði í sínu einkalífi og einnig á opinberum vettvangi, s.s. varðandi fjármögnun viðskiptatækifæra, samræmingu reksturs og einkalífs, samstarf með ytri aðilum og fleira þar að lútandi.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja fá innsýn í einkenni, störf og áskoranir kvenfrumkvöðla.

Þátttökugjald er kr. 164.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kennsla hefst 27. maí og stendur til 5. júlí.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.  

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Jón Snorri Snorrason, dósent við Viðskiptadeild og Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent við Félagsvísindadeild við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 13.maí.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.