Framtíðarsamfélagið og fjórða iðnbyltingin

Hinn stafræni veruleiki og fjórða iðnbyltingin hafa þegar haft mikil áhrif á líf okkar, vinnu, samskipti, lýðræðið og menninguna. En framtíðin er í eðli sínu óvissu háð, einskonar vísindaskáldsaga þar sem við erum bæði sögupersónur og höfundar. Hraði tæknibreytinga í veldisvexti og þær tæknibreytingar hafa óumflýjanlega áhrif á samfélagið, hagskerfi, stjórnmál, menninguna, daglegt líf einstaklingana og friðhelgi þeirra. Í þessu námskeiði horfum við til framtíðar frá sjónarhóli heimspekinnar og spyrjum róttækra spurninga um eðli þessara breytinga en hefðbundnar sviðsmyndagreiningar bjóða uppá. Hver er framtíð mennskunnar, menningarinnar og einstaklingsfrelsisins. Er eitthvað að óttast? Dugar það samfélagsskipulag og hagkerfi til að takast á við þessar áskoranir og hvernig gæti lýðræði og hagkerfi framtíðarinnar litið út?

Sjá nánari í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nýta heimspekilega nálgun til að hugsa út fyrir rammann um þær stóru spurningar sem mannkynið stendur frammi fyrir gagnvart framtíðinni.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi og boðið er upp á vikulega umræðutíma. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 23. maí 2022 og stendur til 06. júlí 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 11. – 12. júní.

Námsmat samanstendur af skriflegum og munnlegum verkefnum og endurspeglar þá áherslu sem lögð er á samtal í námskeiðinu. Námsmat er fjölbreytt og byggir bæði á skriflegum og munnlegum verkefnum. Í námskeiðinu er ekki lokapróf heldur vinna nemendur lokaritgerð um valið viðfangsefni tengt efni námskeiðsins.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sævar Ari Finnbogason, heimspekingur og aðjúnkt við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 6. maí 2022.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á simenntun@bifrost.is

SÆKJA UM